Já, þar sem ég var bara komin með ógeð af hinu bloggar.is þá ákvað ég bara að prufa þetta þar sem Írisi finnst þetta svo frábært..
Allavega þá er ég s.s. byrjuð að vinna á Sunnuhlíð, sem er hjúkrunarheimili bara hinum megin við götuna, sem er bara ágætt, er líka ágætar stelpur að vinna þar og svona. Var reyndar rosalega hneyksluð fyrsta daginn þar sem að ég þarf að kaupa hádegismatinn fyrir 300 krónur!!! Einnig þegar ég kynnti mig fyrir deildarstjóranum á minni deild þá náði hú eiginlega að móðga mig svolítið, ég sagði að ég héti Gunnfríður og þá spurði hún mig hvað ég væri KÖLLUÐ!!! Ég sagðist heita GUNNFRÍÐUR OG VERA KÖLLUÐ GUNNFRÍÐUR (reyndar öskraði ég það ekki)...
Ég varð einnig stúdent þann 26. maí síðastliðin, frábær dagur í alla staði og ég fékk frábærar gjafir og allt saman var svo æðislegt. Mamma og pabbi voru alveg frábær og héldu geggjaða veislu í Óðali þar sem að ég bauð þeim nánustu í gúllas og perutertu:D
En ég fæ einn frídag í viku og er hérna að eyða honum heima að gera ekki neitt, reyndar ætlum við að grilla í kvöld og hafa það kósý.. Fór í gær í Borgarnes og fékk mat hjá ömmu og fór svo á körfuboltaæfingu, sem var bara hörku æfing....
Annars er komin smá spenna í mig þar sem að ég er að fara í fyrstu útileguna mína í 6 ár (fyrir utan kanski þessar í garðinum hjá Hafdísi) og ekki á verri stað en Þórsmörk þar sem ég hef aldrei komið þangað áður..

Bloggar | 20.6.2007 | 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)