Í gær þá græddi ég 2 veikindadaga í vinnunni, alltaf jafn heppin.. Fór loksins upp á læknavakt í gær eftir að hafa næstum því gubbað af sársauka (mér var allavega hryllilega óglatt og gat ekki gengið).. Ég mætti s.s. hress og kát á æfingu á þriðjudagskvöldið og brunaði svo eftir hana í borgina, þegar ég vaknaði svo á miðvikudagsmorguninn var ég að drepast undir ilinni á hægri fæti og hélt að það væri bara sinadráttur eins og ég vakna geggjað oft með. Þannig að ég hafði það bara næs og fór í vinnuna á miðvikudagskvöldið, svo vaknaði ég ennþá að drepast á fimmtudeginum, en fór samt og keppti með stelpunum á landsmótinu á móti ÍBR og við rétt töpuðum með 4 stigum, frekar fúlt.. fór svo bara í vinnuna og var farin að haltra geggjað mikið og var orðið óglatt af sársauka, fékk íbúfen í vinnunni og varð aðeins skárri, vaknaði svo enþá að drepast á föstudeginum en samt einhvernvegin aðeins skárri og fór aftur að vinna, man svo ekkert hvað ég gerði á föstudagskvöldinu, eða jú, ég fór og horfði á Ella bró spila einhverja leiki og fór svo í bíó með GLH á Ocean's thirteen..
Mætti svo bara á laugardaginn að keppa og í upphituninni var ég að hlaupa af stað í layup og það bara gerðist einhvað, eins og ég hefði fengið einhvað högg á ilina og mér byrjaði bara geggjað mikið að svíða og svitnaði alveg eins og ég veit ekki hvað, tók nú samt þátt í leiknum eins og manneskja og ég vil meina að ég hafi staðið mig betur en á fimmtudeginum, en við skíttöpuðum samt með 29 stigum á móti KEF.. svo á laugardeginum ætluðum við að kíkja í borgó en það tók því ekki því að við áttum að spila kl 9 á sunnudag, þannig að ég fór bara heim og svo kíktum við á B&B og horfðum á The Green Mile.. Svo fór ég bara snemma að sofa og ætlaði sko að vera með á sunnudeginum, en þegar ég var komin heim tók ég eftir því hvað skórnir voru orðnir þröngir og kíkti á fótinn (var þá samt alveg að drepast en fannst þetta ekkert merkilegt, maður orðin vanur að vera einhvað tognaður alltaf hreint) en þá sá ég bara að vöðvinn undir ilinni var farinn að standa óþyrmilega mikið út í loftið..
Svo vaknaði ég bara á sunnudagsmorguninn og langaði svo mikið að vera með stelpunum í leiknum en ákvað að vera bara á bekknum, sá svo geggjað eftir því. Unnum Fjölni og lentum þar af leiðandi í 5 sæti:P Svo fór ég bara eftir verðlaunaafhendinguna á læknavaktina því ég passaði bara ekki skónna og var alveg að drepast, neinei, beið þar í tæpan klukkutíma og einhvað sem tók 15 mín, það blæddi s.s. ´líklega inn á liðinn sem heldur ilinni og ökklanum saman og einnig inn á vöðvann.. Fékk resept upp á sterkar verkjatöflur og verð alveg hryllilega dópuð af þeim.. En svo fórum við bara heim og leigðum 4 dvd myndir...
Í morgun vaknaði ég bara fín og tók eina góða, Ingi var svo bara farinn snemma að vinna þannig að mig langaði að kíkja í IKEA og kaupa skáp þar sem að ég veit ekki hvar ég á að geyma handklæði og rúmföt og þ.h. fann eina góða og líka doldið meira en það og svo var farið í fiskabúð og Ingi sá fisk sem verður 30 cm og varð alveg sjúkur en ég er svo hryllilega leiðinleg að ég sagði bara hreint og beint NEI.. (get stundum verið algjört bitch en hvar í ands.... á maður að geyma svona stóran fisk í tæplega 50 fm íbúð????)
En jæja, ég vil bara hrósa þér ef þú hefur lesið þessa hræðilega löngu og leiðinlegu færslu en mér leiðist alveg hryllilega bara svona heima og ég fer ekkert að vinna fyrr en á FIMMTUDAGINN, hvað á ég eiginlega að gera, þreyf nokkurnvegin í morgun og bara hvað er þetta...
En ég ætla bara að horfa a vídjó eða einhvað...:P
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.