9

Fjúff, það er virkilega langt síðan ég var svona líkamlega þreytt, kom heim fyrir svona c.a. 20 mín af þessari líka svakaæfingu [minni fyrstu með KR] og það var bara rosalega ljúft að geta hreyft sig.. Hlupum "rosastóran" hring í Kópavoginum eða um 5 km og svo voru teknir sprettir á vellinum og farið inn í sporthúsið og tekið almennilega á..

Annars er bara versló búin og við fórum bara í sveitasæluna og nutum þess að vera í Borgarnesi og fórum einnig upp í Galtarholt og tjölduðum þar og höfðum það bara rosakósý...

 

tjaldið
tjaldið góða sem Berglind fékk í fermingargjöf fyrir 14 árum!!!
Annars er bara lítið að frétta, er bara aðallega að vinna og njóta lífsins.. Ég og amma og Beglind grilluðum í hádeginu og svo kíktum við Berglind aðeins í búðir og fórum m.a. í dýrabúð og þar sáum við dvergahamstur eignast unga, það var rosaspes því þeir voru eldrauðir og litlir, algjörar dúllur samt og grey mamman átti svo bágt...
Ingi og litli
Ingi og litli frændi að spjalla
En ég held að ég segi þetta nóg í bili, bara rétt að láta vita af mér...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti einu sinni dverghamstra og í fyrst skiptið sem kjellingin varð ólétt þá fæddi hún unga í hendinni á mér  Mér fannst það frekar ógeðslegt!!! og kallað á einhvern til að taka hann í burtu...! hihi svaka hetja ég alltaf

Verður að fara kíkja í heimsókn, eða bjalla í mig þegar þú ert í fríi! Ég er loksins búin í sumarskólanum

See ya

Íris Dögg (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 20:16

2 identicon

já þú ert nú meiri hetjan alltaf hreint...:P En já, ég heyri í þér næst þegar ég er í fríi, og þegar þér dettur í hug að svara í símann...

Gunnfríður (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 21:46

3 identicon

Þú verður þá bara að gera nokkrar tilraunir  Sölvi getur verið svo hávær

Íris Dögg (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband