kveðja

Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum,lifum í trú.
Að ljósið bjarta skæra.
Veki þig með sól að morgni.
Veki þig með sól að morgni.


Drottinn minn faðir lífsins ljós.
Lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert,mín lífsins rós.
Tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.


Faðir minn láttu lífsins sól.
Lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta.
Vekja hann með sól að morgni.
Vekja hann með sól að morgni.


Drottinn minn réttu sorgmæddri sál.
Svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál.
Slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.


Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.

 

Ég skil ekki hvers vegna lífið getur verið svona hrikalega ósanngjarnt? Að taka fólk sem manni þykir vænt um frá manni, sérstaklega ungt fólk. 

Elsku Högni minn, ég skil ekki hvers vegna þú þurftir að kveðja. Ég er ekki sátt, sérstaklega þar sem þú varst svo hress og kátur að horfa á fótbolta (sem þú hafðir takmarkaðan áhuga á) seinast þegar ég sá þig, aðeins 2 dögum áður en þú varðst mikið veikur. Ég á aldrei eftir að gleyma hversu gaman það var hjá okkur, þegar ég fékk að gista eða var að passa Aron og Sindra.  Maður segir það víst sjaldan, en mér þykir vænt um þig og minning þín mun lifa með mér að eilífu.

 


 

 

Högni Kristinsson

f.d. 6.5.1989 - d.d. 13.12.2007

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband