Danmörk, hné

Á þessari stundu leikur lífið við mig. Um jólin datt ég í djúpa lægð, jólin voru samt alveg hreint yndisleg. Langt síðan öll fjölskyldan mín hefur verið í svona kósíheitum og notið rólegheitanna. ég er komin upp úr þessari lægð (ég þarf að fá að syrgja í friði og jafna mig á mínum tíma)...

Núna er ég komin í góða vinnu, hætti í Sunnuhlíð vegna dónaskapar í yfirmanni mínum. Í nýju vinnunni er yfirmaðurinn minn líklega ekki meir en stráklingur (ég myndi líklega geta tekið hann í sjómann). Í fyrsta sinn í langan tíma fynnst mér gaman að mæta í vinnuna...

Upp á síðkastið hef ég einnig áttað mig á því hversu mikið mig langar að vera betri í körfuibolta en ég er og hversu mikið mér finnst gaman að mæta á æfingu. Ég er með rifin liðþófa og líklega með miklar sina og vöðvaskemmdir, má ekki fara í aðgerð strax því það á að sjá hvort að ég nái að styrkja sinarnar betur og verð þ.a.l. miklu fljótari að jafna mig eftir þetta. Er reyndar alveg ónýt núna, steig einhvað vitlaust í fótinn í gær og það gerðist einhvað þar... 

Ég elska danmörk og ég bókstaflega get ekki beðið eftir að komast aðeins út og reyna að átta mig á hvort heilbrigðisgeirinn sé einhvað fyrir mig. Langar að prufa einhvað annað og það besta er að ástin mín kemur með. Ég fór sér ferð til danmerkur að skoða skólann og bæinn sem við verðum í, vá hann er æði. Ekki stærri en Kópavogur, lengst út í rassgati og hægt að njóta lífsins þarna... Námið er einnig allt öðruvísi en hérna og miklar kröfur gerðar til þess að danskan sé tipp topp...

Var að koma úr bíó, sá Golden compass. Þetta er svona mynd sem var gaman að sjá eftir á, langar að lesa bókina... Annars á ég að mæta í vinnuna í fyrramálið (síðasti dagurinn sem ég þarf að vinna um helgi) í svona 2 tíma, sem er nææææææs.....

Er að hugsa um að taka einn áfanga í fjarnámi í viðbót, veit bara ekki hvað ég ætti að taka...? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman hvða lífið leikur við þig núna  og að þú sért spennt að fara til Danmerkur.

En hvenar farið þið út ?

Kveðja. Íris

Íris Dögg (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:03

2 identicon

Veit ekki alveg, erum að bíða eftir svari með húsnæði í augnablikinu og það er ekkert hægt að plana fyrr en það er komið á hreint...

Gunnfríður (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:55

3 identicon

Gott að allt gengur vel.. fyrir utan hnéð. Held við verðum að fara að skoða dagbækurnar okkar og finna tíma þar sem við erum báðar lausar.

Nanna (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:31

4 identicon

já, ég er eiginlega bara á lausu allar helgar og flest kvöld.. þannig að endilega bara bjallaðu

Gunnfríður (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband