Þar sem að Láru finnst ég ekki tala nógu mikið í vinnunni þá ætla ég að gera henni til geðs...
Dagarnir snúast aðallega núna um vinnu, sofa, reddingar fyrir Dk og æfingar. Allavega þangað til nýlega, fékk hrikalega leiðinlegar fréttir á mánudaginn, sem koma ekki á besta tíma, ég verð að fara í speglun nema ég vilji bíða í c.a. hálft ár að komast inn í kerfið í DK og svo örugglega í svipaðann tíma eftir aðgerð og þar sem að ég kann hvorki á kerfið þarna úti né tala tungumálið þá verð ég að drífa þetta af. Þessar fréttir koma á versta tíma (fyrir körfuboltasjúka manneskju), tímabilið að klárast og mér finnst ég hafa staðið mig mjög vel að undanförnu (allavega gert mitt besta, sem skiptir öllu) þannig að þetta er frekar fúlt. En í staðinn ætla ég að sitja með Hugrúnu á bekknum og standa með stelpunum mínum.
Á laugardaginn skellti ég mér með Nönnu á frekar fúlt djamm á akranesi, hittum þar Sylvíu, Hafdísi og Möggu. En það var samt gaman að kíkja á lífið.
Svo er einmitt starfsmannapartý á Laugardaginn, mig langar rosalega mikið að fara, mér var meira að segja boðin hjólastóll ef ég vildi. Ætla nú bara að reyna að mæta á tveimur jafnfljótum ef að ég get.
Ég er búin að komast að því að undanförnu hversu gott fólk er í kringum mig, fólk sem ég þekki eiginlega ekki neitt er alltaf til í að hjálpa. Ég er rosalega þakklát fyrir það, sérstaklega þar sem að núna er draumur okkar Inga að rætast og þó að við verðum langt frá öllu sem við þekkjum, þá verður þetta ævintýri sem á aldrei eftir að gleymast og ég ÆTLA að njóta þess í botn.
Athugasemdir
Duuuuuugleg stelpa!
Þú drekkur bara nógu skrambi mikið á laugardaginn og þá hættirðu að finna fyrir eymslum! 
P.S. Það er ekki nokkur leið fyrir mig að finna þig á þessari mynd!
Lára (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:43
hahaha, Íris er lengst til hægri í efri röð og ég er við hliðina á henni:P
Gunnfríður Ólafsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:11
Hvar verðuru í DK?
kv. Magga
Margrét Hildur Pétursdóttir, 7.3.2008 kl. 00:41
ég verð í Sonderborg
Gunnfríður Ólafsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:16
Ég fann þig á þessari mynd, dugleg ég. En já, ég held það sé sárra að vera lasarus hérna en í danmörku, þó það sé alltaf leiðinlegt að vera lasarus. En vona bara að þetta gangi allt vel.
Nanna (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 18:01
já, ég fann þig líka, þekkti sko eyrun :p
Sylvía (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 20:24
Eyrun eru nu bara mjög venjuleg þarna..:)
Gunnfríður (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:25
Jæja, nú er komið að annarri kvörtun!
Lára (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.