Loksins komin til Dk.
Þetta er búin að vera rosalega langur dagur, fórum eftir miðnætti að sofa í gær, eftir að hafa heimsótt örugglega alla reykjavík og vöknuðum hálf 4. Pabbi skutlaði okkur út á flugvöll og við áttum flug út korter í 8. Vorum bara með 10 kg í yfirvikt:D Sváfum eiginlega mest megnis leiðina, þ.e. eftir morgunmatinn.
Lentum í Koben um 12:30 á dönskum tíma (er tveimur tímum á undan ykkur), biðum svo á flugvellinum eftir tengifluginu, fengum okkur langþráða danska pulsu.... Fórum svo í lítilli rellu til Sonderborg og Aðalbjörg kom og sótti okkur og við tróðumst inn í litla bílinn hennar með allan farangurinn. Kíktum á íbúðina, og vá mér lýst rosalega vel á hana, kanski fyrir utan eitt smá lítið klósett. En annars er eldhúsið allt nýtt og nýtt parket á öllu... (myndir koma seinna)
Við Ingi ákváðum að redda okkur dönsku númeri og reyna að finna einhverja matarbúð sem við sáum á leiðinni, viltumst í svona klukkutíma og fundum einhverja sjoppu sem sagði okkur að fara einhvað annað þannig að við tókum bara leigubíl, fórum og versluðum í rosalega stórri svona allt búð og fórum svo og keyptum í matinn, auðvitað með smá ruglingi og veseni...
En allavega er ég að elda spaghettí og er svo að fara að sofa þar sem að ég er gjörsamlega búin á því...
Athugasemdir
Gott að heyra að ferðin gekk vel! Mun fylgjast spennt með síðunni þinni!
Lára (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:09
Ég bíð spennt eftir myndum. Og svindl að þú fáir parket, ég fæ bara bleikan dúk.
Nanna (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:19
Jamm, gott þú skilaðir þér! Ég fylgist með héðan, hafðu það mega gott
María (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:09
Gott að það gekk vel að fara út :)
á eftir að fylgjast með síðunni ;)
Íris Dögg (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.