Úff

Núna sit ég út á svölum og er að grillast, það er ekki "nema" 23°C. Var að koma heim af ströndinni og það var frekar næs.

Við ákváðum að skrá okkur á dönskunámskeið hjá bænum og erum að fara í stöðupróf seinnipartinn á morgun til að ákveða í hvaða þrepi við lendum, spennó:) Svo er það nefnilega þannig að þegar maður er búin með síðasta námskeiðið þá getur maður tekið próf sem hleypir manni inn í háskólana hérna sem hentar fínt, þá þarf ég ekki að taka þetta próf í ágúst.

Annars er lítið sem við höfum gert undan farið, reyndar um helgina þá var Byfest hérna, frá himmelfartsdag (uppstigningardag) til sunnudags og það var alveg hreint ágætis farandtívolí og götumarkaður hérna í garðinum rétt hjá. Svo var líka einhvað ball á laugardeginum en við höfðum farið á pöbbarölt á föstudeginum þannig að við nenntum ekki að fara..

En ég er að hugsa um að skella mér í sturtu eða fara inn áður en ég verð eldrauð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband