Já, halló..
Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að skrifa um..
Í síðustu viku byrjuðum við í dansk kursus hjá kollegiinu, erum 3svar í viku á morgnanna sem er rosa fínt því þá förum við snemma á fætur og það verður svo mikið úr deginum. Fórum í gær og skoðuðum sönderborg slot sem er bara safn nuna en fyrir mörgum árum þá var þetta heimilli einhverra aðalsmanna, komums einnig að því að sönderborg var einu sinni undir Þýskalandi og allir íbúarnir voru á móti því og neituðu að tala þýsku, en það eru einmitt einhverjar leifar af þýskalandi hérna eins og þýskur leikskóli og skóli og einhvað meir.
Fórum svo og sóttum blað til að sækja um húsaleigubætur sem að ég var alveg búin að steingleyma, en þetta getur minnkað leiguna hjá okkur um 20 þúsund krónur á mánuði, sem er alveg drjúgur peningur miðað við að vera að borga 50 þúsund.
Lítið gengur í atvinnumálum eins og stendur, en Inga var bent á að fara í vinnumiðlun sem heitir Manpower og við hjóluðum þangað í dag og þá var enginn við, sem var frekar fúlt því þetta er dágóður spotti að hjóla og á veg sem er aðalvegurinn og engin hjólastígur, þannig að við förum þangað eftir kúrsusinn. Fórum einnig í rauðakross búðina því okkur langaði í sófa þar, en þá var búið að selja hann þannig að ég fór bara á netið og splæsti í nýjan ikea svefnsófa sem verður sendur til okkar á mánudaginn í næstu viku, en það er ekkert ikea hérna þannig að maður verður að redda sér..
Hjóluðum áðan í hjúkrunafræðiskólann því það var einhver kynning þarna. Labbaði einn hring um skólann með stelpu sem er að læra, svo hitti ég skólastjórann sem labbaði upp að mér og fór að tala við mig á ensku um að ég þyrfti að vera dugleg að læra dönsku og einhvað, því það var íslensk stelpa í skólanum á síðasta ári sem varð að hætta vegna tungumálaörðuleika. Síðan sátum við á fyrirlestri hjá skólastjóranum (sem var btw á dönsku og ég skildi allt nema 2 orð og er búin að komast að því hvað þau þýða:P). Mér lýst bara enþá betur á námið eftir þetta, það eru einungis 26 nemendur í hverjum tíma og hver önn er 20 vikur og það eru 7 annir..
Annars held ég að þetta sé bara komið gott, kúrsus á morgun og þá þarf að vakna snemma..
Venlig hilsen
Gunnfríður og Ingi Rúnar
Bætt við 21/5: Ég gleymdi að skrifa í gær að svo virðist sem að við búum á aðalpartýstaðnum í Sönderborg, þegar við komum heim þá ilmaði allt af þessari líka yndislegu hasslykt, var næstum buin að gubba..
Flokkur: Bloggar | 20.5.2008 | 20:07 (breytt 21.5.2008 kl. 16:53) | Facebook
Athugasemdir
þið verðið bara komin í hörkuform eftir allar þessar hjólaferðir;) Frábært hvað allt gengur vel. hvenær færðu að vita hvort að þú kemst inn í skólann :)
kveðja Kristrún
Kristrún (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:18
Fæ svar 30 júlí...
Gunnfríður Ólafsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.