Mikið að gera!

Jæja, nú er bara komin helgi og við erum búin að búa hérna í nokkra daga, samt engin reynsla komin á þetta eða neitt.

Við keyptum okkur rúm á miðvikudaginn, því að ég er ekki að fýla að sofa á vindsæng, þó að það sé allt í lagi í nokkra daga, og fáum það afhent á næsta þriðjudag. Já, það gengur allt öðruvísi heldur en hérna, þú þarft t.d. að bíða eftir öllu svona stóru, sjónvarpi, sófa og þ.h. og það þýðir ekkert að vera óþolinmóður. Skráðum okkur inn í landið og fórum í jobcenter og einhvað rölt um miðbæjin (við erum að tala um að það sé frekar stórt HM hérna, og Vero Moda og bara margt fleira:D)

Í gær, röltum við niðrí bæ og fórum svo í A-Z og keyptum okkur þessi fínustu hjól. Svo þegar við vorum að borga var okkur sagt að fara á lagerinn og ná í það, fengum einhvað kort í hendurnar og leiðbeiningar og gjössvovel... Fengum okkur að borða og létum fólkið hringja á taxa, fórum svo og náðum í hjólin og ætluðum bara að hjóla heim! Neinei, þá koma hjólin bara samakuðluð í þessum líka fína kassa sem svipar til ikea kassanna og við bara jahá, báðum hann um að hringja á leigubíl þar sem við vorum bókstaflega lengst út í rassgati og vorum ekki á leiðinni að labba heim... Biðum í hálftíma og gaurinn hringdi aftur, svo biðum við í annan hálftíma og hann hringdi aftur og þeir sögðu að það væri brjálað að gera, svo eftir 1 klst kom leigubíll (s.s. 2 tíma bið í allt) og þá komast kassarnir ekki í hann, þannig að hann ætlar að hringja á stóran bíl og fer svo. við bíðum og biðum, eftir hálftíma hringir gaurinn aftur og þá segja þeir að þeir séu ekki með stóran bíl og við förum einhvað að reyna að vandræðast með að hringja í fólk sem við þekkjum, en það er auðvitað upptekið.. Svo hálftíma seinna þá kemur einhvað eldra fólk þarna inn og er einhvað að spjalla við afgreiðslumanninn og hann segir þeim að við séum búin að bíða í 3 tíma, þau bjóðast til að skutla okkur heim og auðvitað þáðum við það.. Þetta er einhvað sem er rosalega óliklegt að myndi gerast á íslandi því að þessi vegalengd var svona ártúnshöfði-Hafnarfj. Við fórum svo bara heim og settum hjólin saman og eftir smá pirring og vesen með pumpur þá loksins komust þau saman eftir hádegið í dag:P

Svo í dag fórum við bara í hjólatúr í A-Z að fá skrúfur til að geta fest körfuna við hjólið mitt og svona vesen. Fórum svo í Kvickly og keyptum í matinn og elduðum kjúlla með pestói og ofnbakaðar kartöflur, namminamm og svo erum við aðallega bara búin að vera að hangsa og horfa á vídjó...

Allavega ætla ég ekki að hafa þetta lengra...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá fréttir, haltu þessu áfram! :)

Lára (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 02:23

2 identicon

Gaman að fá að fylgjast með ævintýrinu í baunalandi... og skoða myndirnar, voða fín íbúðin :) Vertu nú dugleg að uppfæra.. Kv. Íris, Petur og Sigurður Darri

Íris Indriða (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband