Yndislegt:)

Halló..

Dagarnir hafa verið frekar fljótir að líða núna og við erum búin að vera hérna í 2 vikur. 

 

Veðrið hefur verið alveg frábært og Ingi er strax komin með far aftan á hálsinn, enda er hann rosalega duglegur að fara út og hjóla, ég hef reyndar ekki jafn mikið þol og hann en ég er enþá með verki í hnénu (alveg örugglega bara harðsperrur eða einhvað)...

Hvorugt okkar er komið með vinnu, en Inga var boðin vinna en svo hættu þeir við því hann skildi ekki nóg, en það er vist bráðnauðsynlegt þegar maður er að keyra ruslabíl hjá Dansk affald og mér var neitað um vinnu því ég vildi ekki halda áfram næsta vetur, en við erum samt búin að sækja um á svona 30 stöðum (kanski ekki alveg) en umsóknarfresturinn á flestum stöðum er rosalega langur hérna, allt fram í júní. En við erum ekkert að fara að koma heim þrátt fyrir það:)

Við kíktum aðeins  út á lífið á síðasta föstudag, þ.e. niðrí miðbæ þar sem allt er og fórum á einhvern Liverpool/bítlabar sem heitir Penny Lane, þar var trúbador sem tók öll helstu Eurovision lög dana og það var frekar fyndið að heyra þetta á dönsku. Röltum svo bara heim þar sem að það tekur svona c.a. korter að labba þetta og rákumst á leiðinni á frosk sem var bara einhvað að dunda sér þarna á miðri götunni (þetta var s.s. eini dagurinn sem hafði rignt einhvað og þá koma froskarnir út) og Ingi þurfti auðvitað aðeins að pota í hann... En við vorum svo komin heim upp úr 12, sem var 10 á íslenskum tíma, en það byrjar allt djamm frekar snemma hérna, sá t.d. stelpu niðrí bæ alveg ælandi úr sér iðrin og þá var klukkan hálf 10 og brjálað stuð inná skemmtistaðnum sem hún var á.

 

Annars erum við bara að komast inn í lífið hérna í DK, fórum t.d. út í búð um daginn og keyptum alskonar kjöt og kjúkling og settum inn í frysti, keypti m.a. 2,6 kg af kjúklingabringum á 2000 kr og 1 kg af hakki á 500 kr, allt svona frekar ódýrt hérna og inn í einni búðinni þá er bara næstum því sláturhúsið og það er hægt að sjá hvernig kjötið er unnið og allt, síðan er líka bakarí við hliðina á og það er líka allt opið. 

Eins og þið kanski sjáið þá er ég rosalega ánægð hérna, loksins erum við komin í almennilega íbúð bara við 2 og það er frekar næs, reyndar er allt rosalega tómlegt, og það er t.d. ekkert inn í stofunni eða í öðru herberginu.

 

 

Kveðjur úr Baunalandi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu mig nú...  hvað ertu að gefa upp að þú sért að fara í nám???  Það kemur ekki neinum það við!!!

Haltu bara áfram að sækja um vinnur og "gleymdu" alveg að þú ert að fara í nám!!

Gangi þér og ykkur vel í "baunalandi"

Auður (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband