jáá

Hluti af mér hugsaði áðan afhverju í ands****** við hefðum flutt hingað, veðrið hérna er eiginlega bara nákvæmlega eins og á íslandi nema það er svona c.a. 10-15 °C heitara hérna að meðaltali. T.d nuna áðan þá fór ég út um hádegisbilið í glampandi sól, var búin að vera úti í svona 3 mín og allt í einu kemur þessi líka hellidemba (þá er ég að tala um svona alvöru bíómyndarigningu) og ég bara á bol, þannig að ég hjólaði bara undir næsta tré og beið þar þangað til rigningin minnkaði. Hjólaði svo í smá rigningu alla leið á pósthúsið og kom þangað alveg gegndrepa og hugsaði bara hvað ég var þakklát fyrir að hafa farið í buxum en ekki pilsi eins og ég er venjulega (var samt bara á söndulum og tásunum), svo þegar ég kom út af pósthúsinu þá var komin glampandi sól og bara þetta fína strandarveður!

Annars var ég að fá staðfest að póstþjónustan í Danmörku er ekki hin besta, fékk bréf nefnilega í gær um að ég mætti sækja pakkann minn sem mamma var að senda mér, þegar ég mæti þá er enginn pakki og hún leitar út um allt en finnur hann ekki, hringir einhvað og ekkert gerist. Fær svo bara símanúmerið mitt og ætlar að hringja í mig ef hann finnst (rosalega uppörvandi þetta EF)..

Annars er bara lítið að gerast, Ingi er enþá að sækja um fullt af vinnum. Algjört vesen á þessu fólki hérna, honum var sagt á síðasta föstudag, eftir 2 vikna praktik, að þeir væru að fara í 3 vikna frí nuna í kringum 14 júlí, en sögðu við hann að ef hann væri ekki búin að fá neina vinnu eftir það þá myndu þeir gera honum tilboð. Þannig að í þessari viku hefur hann farið þarna og unnið fyrir hádegi og er svo að sækja um vinnur eftir hádegi með einhverjum ráðgjafa. En honum var sagt í dag að þeir myndu láta hann vita á morgun ef einhvað væri að gerast í sambandi við Linak (fyrirtækið sem hann var í praktik hjá). Svo fær hann ekkert borgað fyrir þessa praktik nema hann fái vinnuna þannig að þetta er mjög flókið allt saman, en hann er á styrk frá bænum á meðan.

Lífið gengur svona ágætlega þrátt fyrir allt, á fimmtudaginn síðasta var stelpukvöld og við fórum nokkrar út að borða á soldið fansý ítalskan veitingastað og svo á kaffihús, á föstudaginn bauð Edda okkur til þýskalands og við versluðum aðeins, þar sem að það er rosalega dýrt að kaupa gos og nammi hérna. Á Laugardaginn var svo gott veður að við drifum okkur bara snemma á fætur og fórum niðrí bæ og svo á ströndina, Sunnudaginn fórum við bara í göngutúr og höfðum það næs.

Svona líða dagarnir hver af öðrum hérna í Danaveldi

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband