lúxusvandamál

pirpirr

ég er búin að leigja bíl frá föstudegi til mánudags, planið var að fara til Odense á föstudag, þýskalands fyrripartinn á laugardaginn og svo líklega í Legoland eða annan skemmtigarð á sunnudaginn. Haldiði þá ekki bara að það eigi að rigna alla helgina, byrjar á morgun og á að rigna þangað til á miðvikudag. Þá er ekkert gaman að fara í skemmtigarð.

Þetta er í fyrsta skipti sem að á að rigna svona lengi meðan við erum hérna, rigndi reyndar daginn sem við fórum til íslands..

Það er líka ekki gaman að vera á hjóli í svona veðri!!!

 

Kvörtunarhorni Gunnfríðar er lokið í dag 


svona er það..

Vá hvað lífið getur verið hrikalega ósanngjarnt stundum. Elskuleg amma mín, alnafna, þurfti að kveðja þennan heim, að mínu mati allt allt of snemma, föstudaginn 23. maí. Ég hefði viljað fá að kveðja hana almennilega en svona er lífið. 

Lögðum af stað til íslands á mánudeginum, upp úr 11, áttum flug héðan úr Sønderborg  til Køben og svo áttum við flug  frá Køben til Keflavíkur  um hálf 9. Langur dagur fram undan. Náðum aðeins að stoppa í  Køben og fá okkur að borða og  kíktum í nokkrar búðir til að láta tímann líða.  Flugið heim var langt,  biðum út í flugvélinni í rúma klukkustund áður en við máttum taka á loft.  En komumst loksins "heim" og eyddum 10 dögum á íslandi.

Ákváðum svo á bakaleiðinni að við myndum taka lest frá Køben til Sønderborg, sem er svona eiginlega í sitthvorum endanum á Danmörku og höfum það bara þannig að það verður bara flogið hér eftir. Komum svo heim kl 6 aðfaranótt fimmtudagsins, eftir tæplega 6 tíma lestarferð!!! Og þá sá ég að ég hefði fengið atvinnuviðtal á miðvikudeginum, svo var auðvitað Danmarks Fødselsdag á fimmtudaginn þannig að það var allt lokað og auðvitað ákveður fólk að taka sér langa helgi þannig að ég náði ekki inn á föstudeginum.

Annars er lítið fréttnæmt að gerast hérna, bara allt að detta í sömu rútínu og venjulega. En Ingi fer í stórtæka atvinnuleit á mánudaginn þar sem að við erum bæði farin að tala dönsku, meira að segja í síma (sem er hræðilega erfitt, því fólk talar fáránlega hérna)...

 

 

 

 


Hæhó

Já, halló..

Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að skrifa um..

 

Í síðustu viku byrjuðum við í dansk kursus hjá kollegiinu, erum 3svar í viku á morgnanna sem er rosa fínt því þá förum við snemma á fætur og það verður svo mikið úr deginum. Fórum í gær og skoðuðum sönderborg slot sem er bara safn nuna en fyrir mörgum árum þá var þetta heimilli einhverra aðalsmanna, komums einnig að því að sönderborg var einu sinni undir Þýskalandi og allir íbúarnir voru á móti því og neituðu að tala þýsku, en það eru einmitt einhverjar leifar af þýskalandi hérna eins og þýskur leikskóli og skóli og einhvað meir.

Fórum svo og sóttum blað til að sækja um húsaleigubætur sem að ég var alveg búin að steingleyma, en þetta getur minnkað leiguna hjá okkur um 20 þúsund krónur á mánuði, sem er alveg drjúgur peningur miðað við að vera að borga 50 þúsund.

Lítið gengur í atvinnumálum eins og stendur, en Inga var bent á að fara í vinnumiðlun sem heitir Manpower og við hjóluðum þangað í dag og þá var enginn við, sem var frekar fúlt því þetta er dágóður spotti að hjóla og á veg sem er aðalvegurinn og engin hjólastígur, þannig að við förum þangað eftir kúrsusinn. Fórum einnig í rauðakross búðina því okkur langaði í sófa þar, en þá var búið að selja hann þannig að ég fór bara á netið og splæsti í nýjan ikea svefnsófa sem verður sendur til okkar á mánudaginn í næstu viku, en það er ekkert ikea hérna þannig að maður verður að redda sér..

Hjóluðum áðan í hjúkrunafræðiskólann því það var einhver kynning þarna. Labbaði einn hring um skólann með stelpu sem er að læra, svo hitti ég skólastjórann sem labbaði upp að mér og fór að tala við mig á ensku um að ég þyrfti að vera dugleg að læra dönsku og einhvað, því það var íslensk stelpa í skólanum á síðasta ári sem varð að hætta vegna tungumálaörðuleika. Síðan sátum við á fyrirlestri hjá skólastjóranum (sem var btw á dönsku og ég skildi allt nema 2 orð og er búin að komast að því hvað þau þýða:P). Mér lýst bara enþá betur á námið eftir þetta, það eru einungis 26 nemendur í hverjum tíma og hver önn er 20 vikur og það eru 7 annir..

 

Annars held ég að þetta sé bara komið gott, kúrsus á morgun og þá þarf að vakna snemma..

 

Venlig hilsen

 

Gunnfríður og Ingi Rúnar 

 

 

Bætt við 21/5: Ég gleymdi að skrifa í gær að svo virðist sem að við búum á aðalpartýstaðnum í Sönderborg, þegar við komum heim þá ilmaði allt af þessari líka yndislegu hasslykt, var næstum buin að gubba.. 


Úff

Núna sit ég út á svölum og er að grillast, það er ekki "nema" 23°C. Var að koma heim af ströndinni og það var frekar næs.

Við ákváðum að skrá okkur á dönskunámskeið hjá bænum og erum að fara í stöðupróf seinnipartinn á morgun til að ákveða í hvaða þrepi við lendum, spennó:) Svo er það nefnilega þannig að þegar maður er búin með síðasta námskeiðið þá getur maður tekið próf sem hleypir manni inn í háskólana hérna sem hentar fínt, þá þarf ég ekki að taka þetta próf í ágúst.

Annars er lítið sem við höfum gert undan farið, reyndar um helgina þá var Byfest hérna, frá himmelfartsdag (uppstigningardag) til sunnudags og það var alveg hreint ágætis farandtívolí og götumarkaður hérna í garðinum rétt hjá. Svo var líka einhvað ball á laugardeginum en við höfðum farið á pöbbarölt á föstudeginum þannig að við nenntum ekki að fara..

En ég er að hugsa um að skella mér í sturtu eða fara inn áður en ég verð eldrauð.

 

 


Næsta vika hjá mér:P

byvejr?by=6400&tabel=dag2_6

 

Annars nenni ég ekki að blogga núna, geri það einhverntíman í vikunni eða þegar einhvað er að frétta.


Frábært!

Ég var að kaupa mér gleraugu sem kosta meira heldur en það sem ég er að borga í leigu. Og glerið (eða plastið) kostar meira heldur en umgjörðin!!!! Djísess

Tók greinilega rétta ákvörðun:P

Ohh nú líður mér svo vel, var að vafra á mbl og skoðaði þessa frétt. Nú vona ég bara að ég fái einhverja vinnu sem er helst á nóttunni og þá get ég bara sofið út í garði á daginn:P

Annars gengur allt vel hérna, það er allt vitlaust að gera hjá Inga núna, á laugardaginn var hann dreginn í fótbolta, núna er hann á einhverri monstertruck sýningu sem ég nennti engan veginn á og svo á laugardaginn næsta er hann að fara í einhverja kallaferð með íslendingafélaginu til Flensburg, sem er fínt því að hann hefur aldrei farið til Þýskalands. En ekki veit ég hvað ég á að gera á meðann hann fer og finn mér vonandi einhvað skemmtilegt að gera.

Á Laugardagsmorguninn þá ætluðum við að drífa okkur niðrí bæ þar sem að það er flest bar opið til 13 og það hafði allt verið lokað á föstudeginn vegna einhvers frídags, man ekki alveg hvað, og svo er allt lokað á sunnudögum og okkur langaði í einhvað almennilegt að borða (mjög takmarkað hægt að gera úr kjúkling og tómatsósu). Þá var ég bara einhvað að borða hafragraut frammi og ingi var að klára að gera sig tilbúinn, þá heyri ég öskur og þá hafði Ingi stigið oná prjón!!! og hann stakkst svona c.a. 1 cm inn á milli stóru tánna. Var frekar krípí og ég var búin að hringja til að láta sækja okkur og skutla okkur á slysó en svo náði Ingi prjóninum út og þá var þetta ekki neitt!!! En frekar óhugnalegt..

Allavega hef ég voðalega lítið að segja núna, er búin að vera frekar slöpp undanfarna daga en er vonandi byrjuð aðeins að hressast.

Bið að heilsa á klakannSmile


mbl.is Hlýindi í kortunum í sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt:)

Halló..

Dagarnir hafa verið frekar fljótir að líða núna og við erum búin að vera hérna í 2 vikur. 

 

Veðrið hefur verið alveg frábært og Ingi er strax komin með far aftan á hálsinn, enda er hann rosalega duglegur að fara út og hjóla, ég hef reyndar ekki jafn mikið þol og hann en ég er enþá með verki í hnénu (alveg örugglega bara harðsperrur eða einhvað)...

Hvorugt okkar er komið með vinnu, en Inga var boðin vinna en svo hættu þeir við því hann skildi ekki nóg, en það er vist bráðnauðsynlegt þegar maður er að keyra ruslabíl hjá Dansk affald og mér var neitað um vinnu því ég vildi ekki halda áfram næsta vetur, en við erum samt búin að sækja um á svona 30 stöðum (kanski ekki alveg) en umsóknarfresturinn á flestum stöðum er rosalega langur hérna, allt fram í júní. En við erum ekkert að fara að koma heim þrátt fyrir það:)

Við kíktum aðeins  út á lífið á síðasta föstudag, þ.e. niðrí miðbæ þar sem allt er og fórum á einhvern Liverpool/bítlabar sem heitir Penny Lane, þar var trúbador sem tók öll helstu Eurovision lög dana og það var frekar fyndið að heyra þetta á dönsku. Röltum svo bara heim þar sem að það tekur svona c.a. korter að labba þetta og rákumst á leiðinni á frosk sem var bara einhvað að dunda sér þarna á miðri götunni (þetta var s.s. eini dagurinn sem hafði rignt einhvað og þá koma froskarnir út) og Ingi þurfti auðvitað aðeins að pota í hann... En við vorum svo komin heim upp úr 12, sem var 10 á íslenskum tíma, en það byrjar allt djamm frekar snemma hérna, sá t.d. stelpu niðrí bæ alveg ælandi úr sér iðrin og þá var klukkan hálf 10 og brjálað stuð inná skemmtistaðnum sem hún var á.

 

Annars erum við bara að komast inn í lífið hérna í DK, fórum t.d. út í búð um daginn og keyptum alskonar kjöt og kjúkling og settum inn í frysti, keypti m.a. 2,6 kg af kjúklingabringum á 2000 kr og 1 kg af hakki á 500 kr, allt svona frekar ódýrt hérna og inn í einni búðinni þá er bara næstum því sláturhúsið og það er hægt að sjá hvernig kjötið er unnið og allt, síðan er líka bakarí við hliðina á og það er líka allt opið. 

Eins og þið kanski sjáið þá er ég rosalega ánægð hérna, loksins erum við komin í almennilega íbúð bara við 2 og það er frekar næs, reyndar er allt rosalega tómlegt, og það er t.d. ekkert inn í stofunni eða í öðru herberginu.

 

 

Kveðjur úr Baunalandi

 

 


Mikið að gera!

Jæja, nú er bara komin helgi og við erum búin að búa hérna í nokkra daga, samt engin reynsla komin á þetta eða neitt.

Við keyptum okkur rúm á miðvikudaginn, því að ég er ekki að fýla að sofa á vindsæng, þó að það sé allt í lagi í nokkra daga, og fáum það afhent á næsta þriðjudag. Já, það gengur allt öðruvísi heldur en hérna, þú þarft t.d. að bíða eftir öllu svona stóru, sjónvarpi, sófa og þ.h. og það þýðir ekkert að vera óþolinmóður. Skráðum okkur inn í landið og fórum í jobcenter og einhvað rölt um miðbæjin (við erum að tala um að það sé frekar stórt HM hérna, og Vero Moda og bara margt fleira:D)

Í gær, röltum við niðrí bæ og fórum svo í A-Z og keyptum okkur þessi fínustu hjól. Svo þegar við vorum að borga var okkur sagt að fara á lagerinn og ná í það, fengum einhvað kort í hendurnar og leiðbeiningar og gjössvovel... Fengum okkur að borða og létum fólkið hringja á taxa, fórum svo og náðum í hjólin og ætluðum bara að hjóla heim! Neinei, þá koma hjólin bara samakuðluð í þessum líka fína kassa sem svipar til ikea kassanna og við bara jahá, báðum hann um að hringja á leigubíl þar sem við vorum bókstaflega lengst út í rassgati og vorum ekki á leiðinni að labba heim... Biðum í hálftíma og gaurinn hringdi aftur, svo biðum við í annan hálftíma og hann hringdi aftur og þeir sögðu að það væri brjálað að gera, svo eftir 1 klst kom leigubíll (s.s. 2 tíma bið í allt) og þá komast kassarnir ekki í hann, þannig að hann ætlar að hringja á stóran bíl og fer svo. við bíðum og biðum, eftir hálftíma hringir gaurinn aftur og þá segja þeir að þeir séu ekki með stóran bíl og við förum einhvað að reyna að vandræðast með að hringja í fólk sem við þekkjum, en það er auðvitað upptekið.. Svo hálftíma seinna þá kemur einhvað eldra fólk þarna inn og er einhvað að spjalla við afgreiðslumanninn og hann segir þeim að við séum búin að bíða í 3 tíma, þau bjóðast til að skutla okkur heim og auðvitað þáðum við það.. Þetta er einhvað sem er rosalega óliklegt að myndi gerast á íslandi því að þessi vegalengd var svona ártúnshöfði-Hafnarfj. Við fórum svo bara heim og settum hjólin saman og eftir smá pirring og vesen með pumpur þá loksins komust þau saman eftir hádegið í dag:P

Svo í dag fórum við bara í hjólatúr í A-Z að fá skrúfur til að geta fest körfuna við hjólið mitt og svona vesen. Fórum svo í Kvickly og keyptum í matinn og elduðum kjúlla með pestói og ofnbakaðar kartöflur, namminamm og svo erum við aðallega bara búin að vera að hangsa og horfa á vídjó...

Allavega ætla ég ekki að hafa þetta lengra...

 


Danmörk

Loksins komin til Dk.

Þetta er búin að vera rosalega langur dagur, fórum eftir miðnætti að sofa í gær, eftir að hafa heimsótt örugglega alla reykjavík og vöknuðum hálf 4. Pabbi skutlaði okkur út á flugvöll og við áttum flug út korter í 8. Vorum bara með 10 kg í yfirvikt:D Sváfum eiginlega mest megnis leiðina, þ.e. eftir morgunmatinn.

Lentum í Koben um 12:30 á dönskum tíma (er tveimur tímum á undan ykkur), biðum svo á flugvellinum eftir tengifluginu, fengum okkur langþráða danska pulsu.... Fórum svo í lítilli rellu til Sonderborg og Aðalbjörg kom og sótti okkur og við tróðumst inn í litla bílinn hennar með allan farangurinn. Kíktum á íbúðina, og vá mér lýst rosalega vel á hana, kanski fyrir utan eitt smá lítið klósett. En annars er eldhúsið allt nýtt og nýtt parket á öllu... (myndir koma seinna)

Við Ingi ákváðum að redda okkur dönsku númeri og reyna að finna einhverja matarbúð sem við sáum á leiðinni, viltumst í svona klukkutíma og fundum einhverja sjoppu sem sagði okkur að fara einhvað annað þannig að við tókum bara leigubíl, fórum og versluðum í rosalega stórri svona allt búð og fórum svo og keyptum í matinn, auðvitað með smá ruglingi og veseni...

En allavega er ég að elda spaghettí og er svo að fara að sofa þar sem að ég er gjörsamlega búin á því...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband