Ég ætla að prufa blogcentral aftur því að þar er svo hrikalega auðvelt að setja inn myndir..
Bloggar | 24.7.2008 | 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var sko búin að panta sól í allt sumar!!! PIfff, það er allt leiðinlegt nuna.. Það á að hætta að rigna í 2 daga, rigna alla helgina og svo á að vera sól í næstu viku, Í NÆSTU VIKU, ég vil fá sól NÚNA..
Ég er að fá gesti í Ágúst:D:D:D Er að plana á fullu hvað er hægt að gera hérna:) Það er sko hellingur...
Bloggar | 22.7.2008 | 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hérna er bara allt ágætt að frétta, en samt frekar fátt ef ég á að segja eins og er.
Ég er heima bara á daginn og dunda mér einhvað, fer oft bara út í búð eða baka þangað til Ingi kemur heim úr vinnunni. Þannig að það gerist fátt..
Síðan síðast þá er bara búið að rigna eiginlega og loksins farið að sjást til sólar, hitinn er líka búin að verafrekar lágur en í stabílum 15- 20 gráðum, núna á að fara að hitna aðeins og hætta að rigna í bili..
Á morgun á að taka rafmagnið af kollegíinu okkar frá 7 a.m. til 8 p.m. s.s. í 13 klst, ég veit ekki alveg hvað ég get gert allan daginn þar sem að það á að rigna í þokkabót, býð mér kanski bara í heimsókn einhvert.
Rafmagnsleysið er eiginlega rúsinan í pulsuendanum, mig er mikið farið að langa að sækja um íbúðir á öðrum kollegíum. Er orðin mjög þreytt á partýstandi um hverja helgi beint fyrir neðan okkur, í þokkabót út á svölunum beint fyrir neðan svefnherbergisgluggan, erum að hugsa um að hringja í lögregluna þar sem að þetta stendur yfirleitt til 3. Ef það er ekki partý þá er grenjandi barn heilu helgarnar. Eina sem stoppar okkur er staðsetningin, ströndin er svo nálægt, en reyndar gtum við komist nær skólanum og kanski í aðra átt frá miðbænum.
Jæja ég skrifa einhvað þegar það er einhvað að frétta
Gunnfríður
Bloggar | 20.7.2008 | 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pakkinn minn er kominn:D:D
En hinsvegar er pakkinn hans inga ekki kominn!! Sem var btw sendur deginum áður en pakkinn minn var sendur:(
Bloggar | 10.7.2008 | 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hluti af mér hugsaði áðan afhverju í ands****** við hefðum flutt hingað, veðrið hérna er eiginlega bara nákvæmlega eins og á íslandi nema það er svona c.a. 10-15 °C heitara hérna að meðaltali. T.d nuna áðan þá fór ég út um hádegisbilið í glampandi sól, var búin að vera úti í svona 3 mín og allt í einu kemur þessi líka hellidemba (þá er ég að tala um svona alvöru bíómyndarigningu) og ég bara á bol, þannig að ég hjólaði bara undir næsta tré og beið þar þangað til rigningin minnkaði. Hjólaði svo í smá rigningu alla leið á pósthúsið og kom þangað alveg gegndrepa og hugsaði bara hvað ég var þakklát fyrir að hafa farið í buxum en ekki pilsi eins og ég er venjulega (var samt bara á söndulum og tásunum), svo þegar ég kom út af pósthúsinu þá var komin glampandi sól og bara þetta fína strandarveður!
Annars var ég að fá staðfest að póstþjónustan í Danmörku er ekki hin besta, fékk bréf nefnilega í gær um að ég mætti sækja pakkann minn sem mamma var að senda mér, þegar ég mæti þá er enginn pakki og hún leitar út um allt en finnur hann ekki, hringir einhvað og ekkert gerist. Fær svo bara símanúmerið mitt og ætlar að hringja í mig ef hann finnst (rosalega uppörvandi þetta EF)..
Annars er bara lítið að gerast, Ingi er enþá að sækja um fullt af vinnum. Algjört vesen á þessu fólki hérna, honum var sagt á síðasta föstudag, eftir 2 vikna praktik, að þeir væru að fara í 3 vikna frí nuna í kringum 14 júlí, en sögðu við hann að ef hann væri ekki búin að fá neina vinnu eftir það þá myndu þeir gera honum tilboð. Þannig að í þessari viku hefur hann farið þarna og unnið fyrir hádegi og er svo að sækja um vinnur eftir hádegi með einhverjum ráðgjafa. En honum var sagt í dag að þeir myndu láta hann vita á morgun ef einhvað væri að gerast í sambandi við Linak (fyrirtækið sem hann var í praktik hjá). Svo fær hann ekkert borgað fyrir þessa praktik nema hann fái vinnuna þannig að þetta er mjög flókið allt saman, en hann er á styrk frá bænum á meðan.
Lífið gengur svona ágætlega þrátt fyrir allt, á fimmtudaginn síðasta var stelpukvöld og við fórum nokkrar út að borða á soldið fansý ítalskan veitingastað og svo á kaffihús, á föstudaginn bauð Edda okkur til þýskalands og við versluðum aðeins, þar sem að það er rosalega dýrt að kaupa gos og nammi hérna. Á Laugardaginn var svo gott veður að við drifum okkur bara snemma á fætur og fórum niðrí bæ og svo á ströndina, Sunnudaginn fórum við bara í göngutúr og höfðum það næs.
Svona líða dagarnir hver af öðrum hérna í Danaveldi
Bloggar | 8.7.2008 | 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig er farið að langa til að vita hvort ég fái inn í skólann, en það eru bara fjandans 34 dagar þangað til ég fæ að niðurstöðu, ég hef ákveðið að 25 dögum seinna ætla ég að byrja í skólanum (þegar ég hef tekið inngöngudönskuprófið sem verður í millitíðinni)..
Fjandans krónan er að gera mig gráhærða. Hefur verið ótrúlega gaman að horfa á peningana hverfa síðustu daga.. Jább ég er ekki frá því, frekar fúlt að þetta skuli gerast í miðjum útsölum, sérstaklega þar sem ég er búin að baka brauð, pizzasnúða og skúffuköku og mig vantar einhvað við tímann að gera...
Ég er að fá leið á friends...
Bloggar | 26.6.2008 | 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það eru fokking 26 °C hérna á svölunum, eeeeeeeeeeeeeen neinei engin vindur til að kæla eða neitt. Það er ekki einu sinni SÓL!!!
Held að ég kafni úr hita á næstu dögum...
Bloggar | 22.6.2008 | 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svo virðist sem að ég fái bara að vera heimavinnandi húsmóðir í sumar. Var einhvað að láta hugann reyka, þar sem að ég efast um að fá vinnu upp úr þessu, að ég myndi koma til íslands í mánuð þegar dönsku skólinn fer í frí þ.e. ef Ingi fengi ekki almennilega vinnu, en þar sem að hann er núna með mann til að fynna vinnu fyrir sig og er buin að fá eitt vinnuviðtal þá er ég að hugsa um að vera bara hérna og hafa það næs.
Þarf líka að fara að æfa mig í að hjóla upp brekku:P
Bloggar | 19.6.2008 | 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er svo mikill safnari að það er ótrúlegt.
Fór inn í æðislega föndurbúð hérna í næsta bæ og sá þá að það var verið að selja servíettur í stykkjatali, þá rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var lítil þá átti ég gott safn af servíettum og einnig átti ég fullt af pússuðum steinum oní skókassa sem Grétar pússaði fyrir mig.
Núna safna ég ekki miklu, er ný komin með dellu fyrir Hagkaups matreiðslu bókunum og á 3 (haha).. Svo er ég orðin sjúk í Ritzenhoff glös og það er það eina sem mig langar í. Ég ætti kanski að fara að safna mér húsgögnum eða þá peningum, en það er tvennt sem að er af skornum skammti í augnablikinu!
Bloggar | 15.6.2008 | 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)